Pólitískt sjálfsvíg

Punktar

Hingað til hefur verið trúaratriði, að stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins haldi tryggð við flokkinn í fárviðri sem góðviðri. En hann hefur breytzt frá því Davíð Oddsson tók þar öll völd. Græðgin er orðin eldsneytið, sem keyrir flokkinn áfram. Sérhagsmunagæzla er meginvinna þeirra, sem koma fram fyrir hönd flokksins. Því telja sumir nýjan hægri flokk munu hafa hljómgrunn. Aðstandendur málsins tala um afturhvarf til gamalla gilda flokksins, þegar hann var hægfara frjálslyndur. Ég veit ekki, hvað er satt og hvað óskhyggja þar. Hitt er ljóst, að núverandi flokkur hefur framið pólitískt sjálfsvíg.