Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur rétt fyrir sér. Hernám verktaka á miðbænum er mest Framsókn að kenna. Sá flokkur hefur meira en aðrir gengið fram í þjónustu við verktaka. Um leið ber hann mikla ábyrgð á hernáminu. Borgin hefur sofið og látið verktaka valta yfir sig kruss og þvers. Þeir hafa skipulagt lóðir og sent inn pantanir, sem fela í sér margfalda nýtingu á við það, sem fyrir var. Borginni ber engin skylda til að auka verðmæti lóða. Taka ber hart á gæludýrum Framsóknar, sem kaupa gömul hús og níða þau markvisst niður. Til að þrýsta á borgina um að samþykkja hærri nýtingu.