Í skjóli pólitískra öfgamanna, Davíðs og Geirs, ýttu banka- og útrásarbófar þjóðinni fram af hengiflugi. Geir bað Flokkinn afsökunar, en ekki þjóðina. Enginn annarra öfgamanna hefur beðist afsökunar, hvað þá núverandi formaður Flokksins og þáverandi útrásarvíkingur. Meðan yfirgengileg afneitun stýrir hinum pólitísku höfuðpaurum er lítil von til þess að fólk kasti fortíðinni. Dag og nótt verður hamrað á óuppgerðum svikum Flokksins við alla þjóðina. Og á vangetu hans á að takast á við eigin fortíð. Á sama tíma þýðir ekkert að tuða um, að fólk eigi bara að líta fram á veginn og endurkjósa hrunflokkinn.