Pólitísk gervivísindi

Punktar

Ef hvalir éta eins mikinn fisk og hin hápólitíska Hafrannsóknastofnun telur okkur trú um, má spyrja, hve mikinn fisk hvalir átu fyrir nokkrum öldum, áður en hvalveiðar hófust og meðan sjórinn var fullur af hval og fiski. Af hverju gátu menn mokað upp fiski um leið og þeir fengu stórvirk tæki til rányrkju? Var ekki einmitt nógur fiskur í sjónum, þegar hvalir voru í hámarki? Er það ekki langvinn og vaxandi ofveiði mannsins, sem hefur stjórnað hnignun fiskistofna við Ísland? Með aðstoð Hafrannsóknastofnunar.