Pírati vill auka leynd

Punktar

Þingmaður pírata leggur til, að álagning skatta verði gerð leynileg. Það hefur samt lengi verið áhugamál Sjálfstæðisflokksins að blása meiri þoku á sérstöðu auðmanna. JÓN ÞÓR Ólafsson vill auka þessa leynd með því að gera upplýsingar um álagningu skatta „ópersónugreinanlegar“. Ekki veit ég, af hverju hann er í flokki pírata. Ég hélt þeir væru fremstir í fylkingu þeirra, sem vilja opna samfélagið. Svo að fólk geti betur skoðað innviði samfélagsins og gert sér grein fyrir þeim. En lengi má píratana reyna. Meðan flokkur pírata andmælir ekki Jóni Þór eru þeir úr sögunni sem val í kosningum.