Píratar verjist brögðum greifanna

Punktar

Píratar verða auðvitað að gæta sín á kvótagreifum, sem munu hafa samráð um að bjóða ekki upp kvótann hver fyrir öðrum. Nauðsynlegt er að hafa útboðsmengi svo lítil, að nýliðar geti boðið, til dæmis eigendur smærri veiðiskipa. Og útboðin þurfa að vera svo fjölþjóðleg, að útlendir geti boðið. Ef ekki verður passað upp á slík atriði, munu kvótagreifar hafa ríkisstjórn pírata að fífli. Þetta eru gamalreyndir stríðsmenn og munu nota öll brögðin í bókinni til að hindra gagnsemi útboðanna. En þannig er með öll lög og reglur, það mikilvægasta verður í smáa letrinu. Ég efast ekki um, að píratar muni hafa gagnaðgerðir á hreinu.