Píratar og sósíalistar

Punktar

Af þeim flokkum, sem boða framboð í kosningunum, lízt mér bezt á Pírata. Þeir grunda málin frá grunni, en byggja ekki á pólitískum trúarsetningum til vinstri eða hægri. Ég gæti líka hugsað mér að kjósa Sósíalistaflokkinn. Hann er á réttu róli með vandamálin, en er of bundinn sósíalískum trúarsetningum, þegar kemur að lausnum. Um aðra flokka en þessa tvo hef ég bara þetta að segja: Ekkert er að marka stefnu þeirra. Í raun gera þeir allt annað og helzt þveröfugt. Blautasti draumur þeirra er að hoppa upp í sæng íhaldsins. Þeir hafa allir sýnt fram á það. Einungis Píratar og Sósíalistar eru fríir af þeirri skömm. Píratar eru mitt val.