Píratar með einu lausnina

Punktar

Píratar eru alveg með þetta. Búnir að leggjast yfir kvótakerfi sjávarútvegsins. Komust að nákvæmlega réttri niðurstöðu í einu allra brýnasta máli okkar: Allar aflaheimildir boðnar upp á frjálsum markaði, leigugjaldið renni til ríkisins og öll úrslit uppboða verði opinberar upplýsingar. Þetta hefur enginn flokkur áður þorað að segja, enda eru þeir ónýtir til góðra verka. Píratar vilja lögfesta auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar, sem fimmflokkurinn stakk undir stól. Þeir vilja, að allar handfæraveiðar verði frjálsar. Píratar hafa fattað, að uppboð leiða í ljós, hver sé rétt auðlindarenta. Óþarfi sé að rífast um hana eða sitja áfram undir orgi og áróðri kvótagreifa. Bravó, píratar, þið valtið yfir bófana.