Píratar gæti sín

Punktar

Ítrekaðar rosatölur pírata í könnunum ættu að verða þeim áhyggjuefni. Hætta er á, að lukkuriddarar læði sér að flokknum og fari að reyna að taka þátt í opnu starfi hans. Siðblindingjar hafa þefnæmi á pólitíska möguleika og eiga auðvelt með að ljúga sig inn á fólk. Þegar píratar fara að undirbúa kosningar, þurfa þeir að hafa gætur á efstu sætum framboðslistanna. Ekki hleypa þar inn slíku sérhagsmunaliði, sem mun svíkja málin, þegar á hólminn er komið. Fyrir slíku er reynsla. Nægir að minna á Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason, þegar Vinstri grænir voru að sigla upp á sínum tíma. Til þess eru vítin að varast þau.