Persónuvernd vill ekki, að opinberir aðilar keyri saman gagnabanka um erlenda starfsmenn. Persónuvernd hefur aldrei viljað, að gögn séu samkeyrð í tölvum. Þá kemur nefnilega í ljós nýr sannleikur. Persónuvernd hefur að leiðarljósi, að alltaf skuli satt kyrrt liggja. Í Bandaríkjunum hefur margs konar stórkostlegur sannleikur komið í ljós við samkeyrslu gagnabanka, sem öllum eru opnir lögum samkvæmt. Þar er talið, að gegnsæi auki lýðræði, en hér er gegnsæi talið skaðlegt. Hér er talið, að almenningur eigi sem minnst að vita um gangverkið í þjóðfélaginu.