Persónuvæðingin

Punktar

Með persónuvæðingu Íslands er búið að læsa þjóðfélaginu kruss og þvers og búa til leynd, sem einkum hentar lögbrjótum og siðleysingjum og allra helzt þeim, sem misfara með peninga. Sumpart hefur það stuðning í þjóðarsálinni, sem ekki fattar, hvaða hættur sigla í kjölfar persónuvæðingar. Sumpart er þetta afleiðing af gerðum lögmanna og embættismanna, sem hafa samið lög og lagabreytingar, án þess að Alþingi hafi áttað sig á ósögðum hliðarverkunum. Stefnt er að þjóðfélagi, þar sem allir eiga að fá að vera friði, jafnt fyrirtæki og fólk. Leyndin um raforkuverðið er gott dæmi um sjúkdóminn.