Persónur orðum merkari

Punktar

Hef margra áratuga reynslu í að taka ekki mark á því, sem pólitíkusar segja. Yfirleitt er ekkert mark á því takandi. Ummælin eru bara til brúks líðandi stundar. Allra sízt hefur mér reynzt vera mark takandi á yfirlýsingum Ólafs Ragnars Grímssonar. Hef allan fyrirvara á lýsingum hans á forsetaembættinu. Henti honum annað á morgun, gefur hann nýja lýsingu og segir þá fyrri aldrei hafa verið til. Skemmti mér við að lesa álitsgjafa velta vöngum yfir mismun sjónarmiða forsetaframbjóðenda. Ég lít frekar á persónuna að baki og spyr, hvort forsaga hennar sé traustvekjandi. Hefur reynzt mér farsælli nálgun.