Sjúkust ást á útbelgdri persónuvernd kemur fram í að líta á fyrirtæki sem persónur, af því að þau séu lögpersónur. Þannig verða mál fyrirtækja talin sams konar einkamál eins og hjá einstaklingum. Þau halda leyndum atriðum, sem varða almannaheill, með því að tala um þau sem einkamál. Og afganginum af upplýsingum er haldið leyndum á forsendum samkeppnismála. Þannig er efnahagur fyrirtækja meira eða minna orðinn leyndarmál og menn draga í lengstu lög að senda frá sér rekstrar- og ársreikninga. Kominn er tími til að slá í borðið og leggja niður einkamál á vegum fyrirtækja.
