Persónukjör er einfalt

Punktar

Persónukjör er sáraeinfalt í framkvæmd. Sumir framboðslistar eru með tölum framan við nöfn frambjóðenda. Aðrir eru með auða kassa, þar sem kjósendur setja tölur inn að eigin vali. Ef þeir gera það ekki, krossa bara við listann, fá allir frambjóðendur listans sama vægi á seðlinum. Opnu listarnir eru settir upp í stafrófsröð, en áður dregið um, hvar í stafrófinu þeir skuli byrja. Þetta er einfalt fyrir kjósendur. Þeir geta ráðið, hvort þeir kjósa sinn lista eins og hann leggur sig eða hvort þeir vilja raða sjálfir upp frambjóðendum listans. Þetta er einfalt, en Sjálfstæðið berst gegn því.