Persía sigraði

Punktar

Krossferðir Bandaríkjanna og Bretlands um Miðausturlönd hafa aukið styrk Persíu, sem nánast vikulega ögrar Vesturlöndum og stefnir að sömu atómstöðu og Norður-Kórea. Amadinejad hefur séð, að eina leiðin til að verjast vestrinu er að ríkið verði svo öflugt hernaðarlega, að Bandaríkin leggi ekki í það. Persar eru orðnir 70 milljónir og búa ekki við mikinn klofning. Persía ræður nokkru um framvindu mála í Afganistan, þar sem herstjórar sjíta ráða í vestustu héruðunum. Einkum þó í Írak, þar sem sjítar hafa náð meirihluta á þingi og neita að sættast við súnníta, sem áður studdu Saddam Hussein. Þar á ofan eru sjítar áhrifamiklir í Sýrlandi og Líbanon, Ísraelum til mikils ama.