Dæmigert fyrir vinnubrögð Haraldar Johannessen er að fá meðmæli hjá undirmönnum sínum. Fyrst frá herlögreglunni og síðan frá lögreglustjórunum. Meðmælin eru einskis virði. Hann skammtar þeim peningana og þeir þora ekki annað en að hlýða. Haraldur hefur frá upphafi þráð völd og meiri völd. Er því hættulegur lýðræðinu. Hefur spunnið bákn úr embætti ríkislögreglustjóra. Allt er það í skjóli Björns Bjarnasonar stríðsráðherra. Haraldur líkist J. Edgar Hoover Íslands. Hoover var stærsta æxli Bandaríkjanna áratugum saman. Þjóðin þarf að hindra Harald í að tefla peðum sínum frekar fram.