Passlega blandan

Punktar

Píratar blanda frjálshyggju og jafnaðarstefnu, hægri og vinstri. Vilja norræna-þýzka velferð, skóla og heilsugæzlu. Líka vilja þeir opið og gegnsætt þjóðfélag, þar sem alþýðan sér, hvað elítan braskar. Vilja auðvelda aðgengi að upplýsingum og leyndarmálum. Vilja að forgangur að auðlindum leiði til rentu, sem rennur til ríkisins. Ýmis slík atriði eru þáttur frjálshyggju, ekki síður en jafnaðarstefnu. Enginn flokkur hefur svipaða stefnu og píratar. Vissast er að kjósa þá, því að allir aðrir þingflokkar hafa burði til svíkja óskir kjósenda sinna. Sjáið bara Viðreisn, Bjarta framtíð, Samfylkingu, Framsókn og íhaldsarm Vinstri grænna.