Parísarhneykslið

Punktar

Á fundi í París hittast fremstu silkihúfur heims og þykjast vera að bjarga hnettinum frá óafturkræfum voða. Eru samt ekki að gera neitt slíkt. Tillögur um lausnir eru mest sjónhverfingar. Svo sem framboð Íslands um 40% minni útblástur fiskiskipa. 38 af þeim 40% eru þegar komin til framkvæmda. Sigrún Magnúsdóttir er í sama bulli og aðrar silkihúfur fundarins. Óeirðalögreglan í París misnotar svo neyðarlög í kjölfar Parísarmorða til að ráðast á friðsamlegt andóf borgara, sem andmæla svindli umhverfisfundar silkihúfna. Að mati franskra krata má fátt skyggja á vegsömun stóru lyginnar. Frakkland er eins konar vasaútgáfa af Kína.