Þótt yfirgnæfandi meirihluti Hafnfirðinga sé á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt skoðanakönnun, er bæjarstjóri Samfylkingarinnar staffírugur með stækkun. Hann kallar hana deiliskipulag til að reyna að þyrla upp ryki kringum sig. Bæjarstjórinn er sama sinnis og Samfylkingin á Húsavík, sem þyrstir í álver þar í bæ. Gleymum því ekki heldur, að Samfylkingin á Alþingi studdi Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Samfylkingin er gamaldags flokkur, sem tekur stóriðju fram yfir náttúru og nútíma hvar sem er og hvenær sem er.
