Öxarfjarðarheiði

Frá Sandfellshaga í Öxarfirði að Sævarlandi í Þistilfirði.

Til skamms tíma var þetta bílvegurinn yfir Öxarfjarðarheiði og áður póstleið. Aðalleiðin frá Öxarfirði til Þistilfjarðar. Hestamenn fara frekar um Rauðhóla og Svalbarðsskarð. Jón Trausti rithöfundur átti um skeið í æsku heima í Hrauntanga.

Byrjum við þjóðveg 85 í Öxarfirði, þar sem hefst þverleiðin yfir Öxarfjarðarheiði rétt norðan við Klifshaga. Við fylgjum þjóðvegi 867 austur í Þistilfjörð. Förum fyrst austur í Sandfellshaga og síðan upp brekkurnar milli Sandfells að sunnan og Þverárhyrnu að norðan. Við förum sunnan við Kálfhól og Kerlingarhrygg. Síðan förum við sunnan við eyðibýlið Hrauntanga. Austan eyðibýlisins förum við hjá fjallaskálanum á Öxarfjarðarheiði. Við höldum áfram austur og upp í Helgafell, þar sem við náum 400 metra hæð. Við förum áfram norðaustur fellið að brekkunum yfir Stóra-Viðarvatni. Við förum þjóðveginum þangað til hann beygir til norðurs. Þar förum við til suðurs eftir gamalli leið um Þjófaklettabrekkur og kjarri vaxnar hlíðar niður að Sævarlandi.

40,7 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Öxarfjarðarheiði: N66 10.209 W16 03.852.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Hafrafellsleið, Þverárhyrna, Djúpárbotnar, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Urðir, Biskupsás, Sléttuvegur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort