Óvísindalegar hugdettur

Punktar

Engin vísindi hef ég séð að baki þrengingarstefnu borgaryfirvalda, í mesta lagi skemmtilegar hugdettur prófessora. Við munum á næstu árum sjá heilmikil vandræði af hennar völdum, þar á meðal málaferli reiðra íbúa. Þétting er viðkvæm og hentar illa á áður byggðu landi. Umferð ætti að ganga greitt og viðstöðulaust á aðalæðum til að spara benzín og mengun. Í Reykjavík ætti að vera viðstöðulaus umferð, ekki endilega hröð, á Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut. Í fáförnum íbúðagötum má hins vegar hafa þrengingar. Ég sé ekki erlendis, að umferð bíla ein og sér spilli borgum. Fremur eru að verki of mikil þrengsli umferðaræða.