Mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar frekari stóriðju. Og mikill meirihluti vill fá að kjósa um stóriðju, eins og Hafnfirðingar fengu. Þetta eru niðurstöður tveggja skoðanakannana. Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru andvígir stóriðju og vilja kosningar um hana. Aðeins þriðjungur er hlynntur stóriðju og hafnar kosningum um hana. Fyrst og fremst eru það kjósendur vinnumiðlunarinnar Framsóknar, sem vilja stóriðju og hafna kosningum um hana. Sjálfstæðismenn eru beggja blands. Kjósendur annarra flokka hafa enga trú á stóriðju og hafa fulla trú á að fá að kjósa.
