Óvinnandi vígi

Ferðir

Murinn

Austrómversku eða grísku keisararnir í Miklagarði vildu gera höfuðborg heims okkar að óvinnandi vígi. Tvisvar féll hún þó, í fyrra skiptið fyrir herjum Feneyinga og krossfara 1205. Þeir klifu múrinn, þar sem hann kemur í sjó fram við Marmarahaf. Eftir það var múrinn stórefldur og gerður að mesta vígi heims, 6,6 km langur. Hann varð ekki klifinn, þegar Tyrkir hertóku borgina 1453. Þeir drógu skip sín á trjábolum úr Sæviðarsundi yfir Galata niður í Gullna hornið, sem lokað hafði verið með risakeðju. Sóttu þaðan að borginni, þar sem varnir voru veigalitlar. Múrinn voldugi stendur enn að miklu leyti.