Óviðurkvæmileg trúgirni

Punktar

Málin flækjast, trúi Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, að Jón Bjarnason sé hinn fullkomni Vinstri græni. Eru þá aðgerðir hans gegn neytendum vinstri grænar? Hvað um tollahækkanir hans á innfluttu grænmeti, sem koma niður á neytendum. Þær slá út Kristján Möller og Kristin Einar. Hvað með stuðning hans við verksmiðjueigendur, sem troða erfðabreyttum mat, vondum mat og vatnsblönduðum í neytendur? Vinstri grænt að hunza ítrekaðar óskir Neytendasamtakanna? Er það vinstri grænt að rústa þjóðareign á kvóta. Er það vinstri grænt að taka sérhagsmuni ævinlega fram yfir almannahagsmuni?