Í tvígang hefur orkuverð til stóriðju verið upplýst. Óvart í bæði skiptin. Í fyrra skiptið sagði Alcoa óvart frá verðinu á Reyðarfirði í vefsíðufrétt frá Brasilíu. Í síðara skiptið sagði Orkuveitan óvart frá verðinu í Helguvík. Nú er það verkefni fjölmiðla að rekja áfram þetta tvenns konar verð. Þeir eiga að segja okkur, hvort þetta verð sé arðbært fyrir þá sem selja orkuna. Eða hvort hátt verð til almennings niðurgreiði stóriðju, sem við viljum helzt ekki hafa. Ekki er lengur nauðsynlegt að tala um málið í skjóli verðleyndar. Við höfum tölurnar á borðinu, gegn vilja orkusalanna.
