Gyðingahatur hefur magnazt í Bretlandi í kjölfar sífelldra árása Ísraels á nánasta umhverfi sitt, Palestínu og Líbanon. Stuðningur við Ísrael fer þar ört þverrandi. Andúð á stefnu Ísraels slær út í gyðingahatur, segja sumir þingmenn. Observer fjallaði um málið um helgina. Sérstaklega er kvartað um, að brezkir háskólakennarar neiti að eiga samskipti við háskólakennara frá Ísrael. Ósagt er í fréttinni, að stuðningsmenn Ísraels hafa reynt að hefta gagnrýni á Ísrael með því að setja jöfnunarmerki milli andúðar á Ísrael og gyðingahaturs. Mér finnst þó, að þetta hljóti að vera tvennt ólíkt.
