Enginn mátti mæla með fleiri en einum. Því hafa yfir 20.000 manns skráð sig sem meðmælendur einhvers frambjóðanda. Það er gífurleg þáttaka. Fyrirfram var reiknað með, að takmörkun meðmæla við einn á mann mundi hefta þáttöku, en svo varð ekki. Framboðin eru traust, fóru öll gegnum nálaraugað og voru úrskurðuð gild. Engir skammtímabrandarar á fylleríi í bland við annað. Allt bendir til, að þáttaka verði sæmileg í kosningunni til stjórnlagaþings, þótt sumar pólitískar klíkur séu fúlar. Hver sem úrslit kosninganna verða, þá er lítil hætta á, að stjórnlagaþinginu mistakist að semja skárri stjórnarskrá.
