Erfiðleikar Evrópusambandsins og evrunnar eru slíkir, að ótímabært er að halda áfram viðræðum um aðild Íslands. Grikkland er á leið úr sambandinu og Ítalía riðar til falls. Ítalir eru eins og Grikkir líklegir til að lenda í afneitun og sæta hruni eins og þeir. Gjaldþrot Grikkja mun að vísu leiða til meira veruleikaskyns aðildarríkjanna. En stuðningur við sambandið ristir víða grunnt. Eurokratarnir hafa keyrt samvinnu Evrópu alltof geyst og nú er bakslagið hafið. Evrópa og evran munu að vísu lifa af og mæta nýjum degi. En aðildarviðræður okkar í núverandi öngþveiti Evrópu leiða ekki til árangurs.
