Ótal heiti Íslands

Punktar

Guardian skemmtir sér yfir frétt um nafn Íslands vegna samkeppni til að bæta ímynd landsins. Hundruð lesenda hafa sent blaðinu tillögur sínar. Þar kennir margra áhugaverðra grasa: Aríaland. Eldland. Fiskland. Sauðaland. Atlantíka. Gufuland. Kalifornía. Helvítisland. Björkland. Drykkjuland. St. Þorláksland. Nauðganaland. Þorskaland. Mordor. Sagaland. Skuldaraland. Afneitunarland. Thule. Valhöll. Atlantis. Gosland. Spennandiland. Fiskiþjófaland. Af nógu er að taka í tillögunum. Kannski væri bezt að skipta vikulega um nafn. Og ekki gleyma heldur að skipta um kennitölu. Það er helzti þjóðháttur nútímans.