Ótal fjárlagafrumvörp

Punktar

Ef við gizkum á, að meginþættir fjárlaga séu hundrað talsins, sjáum við, að mjög flókið er að afgreiða þau. Ekki er til neinn meirihluti, sem getur valtað yfir minnihluta, svo sem venja hefur verið. Hver flokkur hefur sína sýn og einstakir þingmenn geta haft sína sérstöku sýn. Einnig er greinilegt, að Viðreisn er annar flokkur í skriflegri stefnu en í aðild að ríkisstjórn. Við getum því átt von á nokkur hundruð breytingartillögum. Það næst ekki fyrir jól og varla fyrir áramót. Ekki fyrr en því er lokið, er hægt að taka aftur upp þráðinn við stjórnarmyndun. Varla verður fullreynt með meirihlutastjórn fyrr en í lok janúar eða í febrúar.