Össur hefur talað

Punktar

Össur Skarphéðinsson hefur talað, undir rós að vísu. Og honum er nóg boðið. Í Fréttablaðinu minnir hann á, að Árni Páll Árnason sé skipper, sem ekki fiskar. Össur býðst til að sitja í stjórn undir forsæti pírata. Kallar sig meira að segja heiðurspírata. Gamli jaxlinn er raunar eini kratinn, sem nennir að rífast við pírata á vef þeirra. Aðrir kratar fatta ekki, að þar er lífið og umræðan. Oft er meiri seigla í þeim gömlu en sætabrauðsdrengjunum. Nú liggur það eitt fyrir, að Árni Páll víki úr vegi eigin flokks. Gefi krötum færi á að arka í átt til nútímans. Össur verður án efa tilbúinn til að lóðsa til bráðabirgða.