Óskhyggjan tempruð

Punktar

Skynsamlegt er frumvarp Bjarna Benediktssonar um að festa hámark fjárlagahalla við 2,5% á ári og áskilja tekjuafgang á hverju fimm ára tímabili. Svipuð regla og í Evrópusambandinu, þar sem hún temprar margvíslega óskhyggju. Því miður tíðkast víða í hinum vestræna heimi að eyða umfram í dag og safna skuldum til morguns. Hefur haft geigvænleg áhrif á greiðslugetu margra ríkja, til dæmis Miðjarðarhafsríkja. Frakkland og Bretland hafa löngum rambað við þakið og farið yfir það. Slíkt er sjálfseyðing til langs tíma. Við þekkjum það hér af biturri reynslu, að fjölskyldur lamast af skuldasöfnun. Og það gera þjóðríki einnig.