Óskar setur landslög

Punktar

Forstjóri Morgunblaðsins virðist telja reglur hlutafélags um Kerið jafngilda landslögum. Segir: „Ef einhverjir alþingismenn telja sig yfir það hafna að fylgja lögum“. Þar fjallar hann um, að Ögmundur Jónasson neitar að greiða aðgangseyri að Kerinu. Úr því að reglur Óskars Magnússonar jafngilda lögum, er bezt fyrir hann að hafa þar löggur til að handtaka fólk. Og bíla til að keyra það í grjótið. En óhæfa væri, að hann notaði til þess bílastæðin, sem ríkið borgaði. Raunar á ríkið að girða bílastæðin af. Svo að dólgar Kersins geti ekki notað þau til að geyma bíla fólks sem „fylgir lögum“ forstjórans.