Óskabarnið er fallið

Punktar

Útrásarævintýri Sjálfstæðis og Framsóknar hjá Reykjavíkurborg dregur þungan dilk á eftir sér. Iceland America Energy, bandarískt félag í eigu REI, er við gjaldþrot. Tæplega tveggja milljarða króna fjárfesting Orkuveitunnar er glötuð. Fallið er óskabarn Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra, og Björns Inga Hrafnssonar, sem þá var erfðaprins Framsóknar. Hann er núna ritstjóri Markaðarins, málgagns útrásarvíkinga á Stöð 2. Þótt þeim mistækist að gefa REI mannauð Orkuveitunnar, koma í ljós eftirhreytur misheppnaðrar græðgisvæðingar Reykjavíkurborgar. Verður nokkur látinn sæta ábyrgð þarna?