Ósjálfbært samfélag

Punktar

“Það verður erfitt að búa hér ef ekki má byggja hús”, segir byggingafulltrúi 4300 manna bæjarins. Sjór liggur að Seltjarnarnesi á fjóra vegu. Aðeins eiði með tveimur götum liggur milli hreppsins og borgarinnar. Íbúar eldast þarna og börnum fækkar. Séu 4300 manns ekki sjálfbærir, hvaða íbúafjöldi verður þá sjálfbær í náinni eða fjarlægri framtíð? Slíkur vandi er ekki í einstökum hverfum borgarinnar, þau eru hluti af fjölbreyttri heild. Á þá hreppurinn að sameinast borginni? Eða á að byggja íbúðaturna á grænum svæðum á nesinu eða úti í sjó? Ekki verður allur aðvífandi vandi leystur með endalausum vexti.