Óseljanlegar eignir skattlagðar

Punktar

Ef vinstri grænir ná fram 2% eignaskatti, verða þeir að miða við, að eignir eru óseljanlegar. Þær verða óseljanlegar næstu árin. Menn geta ekki selt eignir til að borga skattinn. Gamalt fólk, sem á einbýlishús eða raðhús og sumarbústað, lendir í eignaskatti, sem verður hærri en minnkandi lífeyrir þess frá sjóðunum. Hætt er við, að skatturinn verði miðaður við ímyndaða upphæð, til dæmis fasteignamat. Hið rétta væri að miða hann við raunverulegt fasteignaverð líðandi stundar, sem er brot af ímynduðu fasteignamatsverði. 2% eignaskattur tíðkast raunar hvergi á Norðurlöndum, felur í sér eignarnám.