Ósaleið

Frá Hrauni í Ölfusi um ósa Ölfusár að Egilsstöðum í Ölfusi.

Förum frá Hrauni eftir vegarslóða suðaustur að Ölfusá. Síðan út í ána og norðaustur eftir leirum að Nauteyri. Síðan norðaustur eftir eyrinni og svo vestan við Álftarhólma og Lambey. Beygjum til austurs fyrir norðan Lambey. Fylgjum ströndinni austur að þjóðvegi 375 við Egilsstaði og Auðsholt.

8,8 km
Árnessýsla

Erfitt fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Skóghlíð, Trölladalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins