Ósakbitnir sökudólgar

Punktar

Óráð væri að leita aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í séríslenzku kreppunni. Sjóðurinn mundi setja skilyrði, sem gerðu illt verra. Hann er ábyrgur fyrir fjárhagslegu hruni margra ríkja, sem neyddust til að hlíta ráðum hans. Sjóðurinn er nefnilega rekinn af mönnum, sem aðhyllast frjálst fjármálakerfi án regluverks og eftirlits, róttækum frjálshyggjugaurum. Allt er betra en að hlíta ráðum hans um enn meira frelsi og enn minni velferð. Hann er sjálfur einn af sökudólgum heimskreppunnar. Þurfum að gæta þess, að ekki séu hafðir með í ráðum ósakbitnir sökudólgar, sem ekkert hafa lært.