Ört þverrandi Moggi

Fjölmiðlun

Lesendum Morgunblaðsins hefur fækkað um helming á einum áratug, 2006-2015. Áður gat blaðið skrifað söguna og lagt hinar pólitísku línur. Ekki lengur. Moggi er orðinn að fremur hvimleiðri en um leið áhrifalausri sérhagsmunastofnun. Getur ekki ritskoðað sögu síðustu ára til að fegra þátt Davíðs sjálfs og ofstækishóps brauðmolatrúar. Hannes Hólmsteinn er bara neðanmálsgrein og Davíð verður áfram martröð á þjóðarsálinni. Hossar núna Pútín gegn vestrænni samvinnu. Auðgreifum þjóðarinnar mun þó ekki duga Mogginn til lengdar. Hefðbundnir fjölmiðlar víkja hægt og öruggt fyrir samfélagsmiðlum fólksins sjálfs, sem höndla sannleikann.