Orrusta en ekki stríð

Megrun

Á jólum er þrautaráð að taka tapaðri orrustu sem aðeins einni orrustu, ekki heilu stríði. Þú mátt ekki gefast upp, þótt dagurinn hafi farið hátt yfir ráðlagðan dagskammt. Á morgun kemur nýr dagur með nýrri orrustu, sem þú getur unnið. Og síðan koma nýir dagar, hver á fætur öðrum. Þú getur unnið stríðið að lokum, þótt ein orrusta tapist. Um er að gera að missa ekki móðinn, þótt einn dagur fari forgörðum. Sumir láta mótlætið hvolfast yfir sig og gefast hreinlega upp. Aðrir láta það efla sig til dáða. Þú vilt vera í sigurliðinu og lætur hverjum nýjum degi nægja sína orrustu við átfíknina.