Ormur á gulli upplýsinga

Punktar

Núverandi pukurstjórn bjó ekki til IceSave ruglið, erfði það frá vanhæfu stjórninni. Samt ber nýja stjórnin ábyrgð. Verst er pukrið, sem einkennir þetta mál eins og önnur hennar mál. Hún vill ekki, að almenningur fái neitt að vita um neitt. Hún liggur eins og ormur á gulli upplýsinga til að geta gefið út marklausar fullyrðingar í skjóli upplýsingaskorts. Þannig heldur hún leyndu, að eignir Landsbankans í Bretlandi eru lélegar. Þannig hélt hún leyndu, að hundruð milljarða í IceSave vöxtum endurheimtast ekki. Hún vildi, að þingmenn samþykktu IceSave samkomulagið án þess að fá að lesa það.