Ekkert getur hindrað Rússland í að innlima Suður-Ossetíu og Abkasíu. Ekki getur Nató það og ekki George W. Bush. Hnötturinn er ekki lengur með einn valdapól, Bandaríkin. Þau eru að drukkna í eyðisöndum Afganistans og eyðigrjótum Íraks. Þau eru örmagna, geta ekki meira. Þau hafa misst tök sín á heiminum. Þau eru hötuð ofbeldisbulla, sem ofspilaði á kortin sín. Endurvakti pyndingar og þóttist ofar alþjóðalögum. Næst snýr hinn nýi Stalín í Moskvu sér að Krímskaga. Pútín vill ná skaganum úr höndum Úkraínu. Obama mun bara horfa á, tími Bandaríkjanna er liðinn. Bush lamaði þau.