Örlög góðu áformanna

Punktar

Þjóðremba forsætisráðherra nær ekki til fjárlaga. Hóf ferilinn með áætlun um að safna Þjóðmenningarhúsi og öðru þjóðlegu til síns ráðuneytis. Átti að verða eins konar Eldgömlu-Ísafoldar-ráðuneyti. Ekkert varð úr því frekar en rigningu hinna glöðu ávísana. Og fjárlögin skera þjóðlegt mest niður. Leggja niður fornleifarannsóknir og hætta við Hús íslenzkra fræða. Í staðinn flytur Eldgömlu-Ísafoldar-flokkurinn tillögu um aukna notkun fánans að næturlagi. Næst vefur SDG sig þjóðfánanum og kyrjar þjóðsönginn. Öll belgda þjóðremban er bara almannatengsli án innihalds. Hún er PR til að halda fylgi fávitanna.