Örlög ættarvelda

Punktar

Í Guardian ræðir Peter Preston um útbreiðslu ættarveldis í nútímanum. Tveir valdamestu menn heimsins eru ættarlaukar, George W. Bush Bandaríkjaforseti og Rupert Murdoch fjölmiðlakóngur. Minni spámenn eru að reyna að hefja eins konar konungsættir, einkum harðstjórar í þriðja heiminum. Ættarveldi er lítið á Íslandi, en Baugur og Samson eru dæmi um, að það sé komið á kreik að nýju eftir langt hlé með undanhaldi hjá Sjóvá og Sjell. Björn Bjarnason er eini ættarlaukurinn í pólitíkinni og hefur ekki vegnað þar vonum framar.