Örlagaþrasarinn

Punktar

Ögmundur réði karlinn sem sýslumann, þótt konan hafi fengið 4-1 hærra skor í gæðamælingu. Fullyrðir í þess stað, að þau hafi verið jafnsett, sem er beinlínis rangt. Ögmundur gefur í skyn, að eitt atriði hafi ráðið úrslitum hjá sér um ráðningu og vikið öðrum atriðum til hliðar. Fæst ekki til að segja, hvaða atriði það sé. Talar í þess stað um, að fjölmiðlar hafi myndað samsæri gegn sér, sem er hrein vænisýki. Örlagaþrasarinn samþykkir aldrei, að hann hafi nokkurn tíma haft rangt fyrir sér um neitt. Þruglar út í eitt og hættir því aldrei. Á ætíð síðasta orðið, enda orðinn æðri lögum og rétti.