Hrósið er minnisstætt

Punktar

Stóri taparinn í Kaupþingsmálinu er klappstýra útrásarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson notaði embætti forseta til að fara um heiminn og lofsyngja bankabófa Kaupþings. Bullið rann frá honum í stríðum straumum: „I give the Kaupthing bank my strongest personal recommendation. The professionalism of its leadership …“ Þessi gamli tuddi úr pólitíkinni magnaði þannig tjón þjóðarinnar af brotum, sem „voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ samkvæmt dómsorðum. „Ákærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­ur“ sagði Hæstiréttur. Ólafi Ragnar ber að segja af sér.