Óreiða í Frans

Punktar

Frakkar bregðast öðru vísi við ákvörðunum stjórnvalda en Þjóðverjar, sem eiga við svipaðar ákvarðanir að stríða, núna um rýrnun velferðar. Eins og norðurlandabúar reyna Þjóðverjar að semja um málin. Frakkar vita hins vegar, að það ber engan árangur. Þeir byrja á að marséra og halda útifundi, lenda í átökum við lögreglu. Þegar allt er komið á suðupunkt, byrjar ríkisstjórnin að gefa eftir. Meðan aðrir elska festu, þá elska Frakkar óreiðu. Óþarfi er að taka fram, að óreiðan skilar mótmælendum meiri árangri en festan skilar samningamönnum.