Orðabókin belgist út

Punktar

Vikulega fjölgar orðum í Newspeak, orðabók ríkisstjórnarinnar og þjóna hennar.

„Tafarlaust“ þýðir kannski einhvern tíma.

„Bein útlending“ þýðir niðursoðin útsending.

„Ekki einkavæðing“ þýðir einkavinavæðing.

„Ómöguleiki“ þýðir óþægindi.

„Óframfylgjanleiki“ þýðir pirringur.

„Heiðarleiki“ þýðir svikið kosningaloforð

„Varnagli“ þýðir svikið kosningaloforð.

„Vanda þarf umræðuna“ þýðir haltu kjafti.

„Vangaveltur“ þýða fjárlög,

„Kosningaloforð“ þýða vangaveltur.

„Strax“ þýðir aldrei.

„Auðvelt“ þýðir óframkvæmanlegt.

„Þjóðarsátt“ þýðir vilji ráðherra.

„Friðlýsing“ þýðir fjölgun virkjanakosta.

„Hagræðing“ þýðir niðurskurður.

„Samstaða“ þýðir hlýðni.

„Verður varin“ þýðir lögð niður.

„Óhefðbundinn“ þýðir lyginn Frosti.

„Hugsar upphátt“ þýðir lygin Vigdís.

„Tékki í pósti“ þýðir nefndir & engar efndir.