Orð Bjartrar týndust

Punktar

Lykilmál Bjartrar framtíðar er ekki í stjórnarsáttmálanum, þótt Björt Ólafsdóttir ráðherra segi svo. Hvergi er „talað um náttúru- og umhverfisvernd“ í rammalögum um ívilnanir til nýfjárfestinga í orkufrekum iðnaði. Björt var í þeim hópi, sem samdi sáttmálann, og hefur því verið meðvitundarlítil á þeim tíma. Sama er að segja um aðra lykilmenn Bjartrar framtíðar. Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra. Virðist þar sætta sig við, að ekki verði sett nauðsynlegt aukið fjármagn í Landspítalann. Heldur verði gerð áætlun um tilfærslur INNAN heilbrigðisgeirans á næstu árum. Það verður því enginn áherzlumunur milli Kristjáns Þórs og Proppé.