Ofsatrúarsöfnuðurinn Krossinn sækir nú fram með kreddu af ýmsu tagi. Þar á meðal eru kenningar um, að Biblían sé spádómsrit fremur en helgirit. Þar megi lesa framtíðina milli lína, til dæmis um væntanleg ragnarök, um þátt Ísraels í darraðardansinum og um daVinci lykilinn. Senn hefst málþing, þar sem Krossinn teflir fram Jóni Gnarr og séra Þórhalli Heimissyni þessu til sönnunar. Það er í slíkum jarðvegi skammhlaups milli kristni annars vegar og trúar á spádóma hins vegar, sem upp rís rugl á borð við Byrgið. Kynórar hafa öldum saman verið næsti bær við trúaróra.
